Erlent

Eru skrefinu nær að búa til huliðsskikkju

Vísindamenn í Karlsruhe í Þýskalandi eru skrefi nær að búa til huliðsskikkju, á borð við þær sem finnast í ævintýrum. Þeim tókst að hylja dæld í gullstöng þannig hún var vart sýnileg á innrauðri tíðni.

Huliðsskikjan samanstendur af kristöllum með loftögnum á milli. Hann virkar eins og viðarstafli sem getur beygt ljós og þannig falið dældina í gullinu undir. Dældin var svo smá að hún sást aðeins í smásjá.

Vísindamennirnir segja að sömu tækni megi nota til að fela stærri hluti, en það væri vandasamt að byggja nógu stóran búnað. Huliðsskikkjur eru því ekki á leið í búðarhillur á næstunni. - bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×