Erlent

Hakkari í 20 ára fangelsi

Óli Tynes skrifar

Tölvuhakkari hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hakka sig inn í tölvur margra stórfyrirtækja.

Þar tókst honum og félögum hans að komast yfir 40 MILLJÓNIR kreditkortanúmera.

Alfred Gonzales sem er 28 ára gamall hakkaði sig meðal annars inn í tölvur TJX Corporation sem á Barnes and Noble bókaverslanakeðjuna.

Kreditkortanúmerin voru notuð til þess að taka tugþúsundi dollara út úr hraðbönkum.

Gonzales taldist forsprakki hópsins og fékk því þyngsta dóminn.

Þetta er einn þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Bandaríkjunum fyrir tölvumisnotkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×