Erlent

Sá á fund sem finnur - eða ekki

Lögreglan í Ohio í Bandaríkjunum reynir nú að hafa upp á tugum þúsunda dollara sem týndust þegar fullur peningapoki féll út úr peningaflutningabíl á ferð og opnaðist. Seðlarnir fuku um alla götu og ökumenn í öðrum bílum snarstoppuðu og hlupu til og reyndu að týna eins mikið af peningum og hægt var áður en lögregla kom á vettvang.

Óljóst er hve mikið var í pokanum en lögregla segir að upphæðin hafi að minnsta kosti numið 100 þúsund dollurum eða tæpum þrettán milljónum króna. Lögreglustjórinn í borginni Columbus hefur nú hvatt fólk til þess að skila aurunum á næstu lögreglustöð enda gildi gamla máltækið "sá á fund sem finnur" ekki í tilfellum sem þessum.

Ekki fylgir sögunni hvernig heimtur hafa verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×