Erlent

Bin Laden: Auga fyrir auga

Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur hótað því að Al Kaída samtökin muni taka alla Bandaríkjamenn sem þau ná í skottið á af lífi, verði skipuleggjendur árásanna á Tvíburaturnana í New York árið 2001 dæmdir til dauða. Þeir koma fyrir rétt í New York innan skamms.

Það var arabíska fréttastöðin Al Jazeera sem birti hljóðupptöku sem sögð er vera af Bin Laden en á henni lætur hann hótanir sínar í ljós.

Fastlega er búist að við saksóknarar fari fram á dauðarefsingar yfir mönnunum sem grunaðir eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×