Erlent

Robert Culp látinn

Óli Tynes skrifar

Bandaríski leikarinn Robert Culp lést af slysförum í gær. Hann var 79 ára gamall.

Culp var á gangi við heimili sitt í Los Angeles þegar honum skrikaði fótur og féll.

Höfuð hans slóst harkalega í jörðina og hann var úrskurðaður látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús.

Culp lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Þekktastur var hann líklega fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum I Spy á sjötta áratug síðustu aldar. Þar var hann í aðalhlutverki ásamt Bill Cosby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×