Fleiri fréttir

Fimm ára lét innbrotsþjóf heyra það

Fimm ára gömul stúlka í Middlesbrough á Englandi lét engan bilbug á sér finna þegar hún kom að innbrotsþjófi á heimili sínu og las honum pistilinn. Sú litla, sem heitir Chloe Edwards, heyrði skarkala í eldhúsinu niðri um tvöleytið í fyrrinótt.

Amma seldi barnaklám

Fóstra og amma eru meðal fjögurra aðila sem breskir saksóknarar hafa ákært fyrir að starfrækja barnaklámhring á Netinu. Fóstran starfaði á barnaheimili og myndaði á fjórða tug barna þar á klámfenginn hátt með myndavél sem innbyggð var í síma hennar.

Sjóræningjar hraktir frá borði

Sjóræningjar frá Sómalíu réðust í gær á bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama, sama skipið og varð fyrir barðinu á sómalískum sjóræningjum fyrir sjö mánuðum.

Hvatti forseta Afganistans til dáða

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag Hamid Karzai, forseta Afganistans, til dáða og sagði að nú væri tækifæri fyrir forsetann til að útskýra með skýrum hætti hvernig hann ætli að bæta lífskilyrði samlanda sinna.

Kúba á bökkum Missisippi

Barack Obama hefur ekki enn tekist að efna það kosningaloforð sitt að loka fangabúðunum í Guantanamo flóa á Kúbu.

-Víst hitti ég hann

Bréf sem Abraham Lincoln skrifaði skóladreng fyrir nær eitthundrað og fimmtíu árum verður selt á uppboði í Fíladalfíu á næstunni.

Grýtt í hel fyrir framhjáhald

Tuttugu og níu ára gömul sómölsk kona var í gær grýtt í hel fyrir að vera eiginmanni sínum ótrú. Hundruð manna fylgdust með aftökunni í þorpinu Eelbon í suðurhluta landsins.

Obama hryllir við áætlunum Ísraela

Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið grænt ljós á bygginu níuhundruð fjögurra til fimm herbergja íbúðir í Gilo hverfinu í Jerúsalem, á Vesturbakkanum.

Bannað að reykja heima hjá sér

Þótt reykingar hafi lengi verið bannaðar á öllum opinberum stöðum í Bandaríkjunum hefur fólk þó ráðið því hvað það gerir inni á heimilum sínum. Ekki lengur.

Telur ástæðu til að óttast um öryggi erfðagagna

Ástæða er til að óttast um öryggi þeirra viðkvæmu erfðafræðilegu gagna sem Íslensk erfðagreining hefur safnað og haft í sínum vörslum nú þegar sala fyrirtækisins stendur fyrir dyrum.

Sjálfsmorð aldrei fleiri í Bandaríkjaher

Sjálfsmorð hafa aldrei verið fleiri meðal bandarískra hermanna en í ár og er fjöldi tilfella kominn í 211 en þau urðu alls 197 árið 2008 sem einnig var metár.

Bandarískir auðmenn játa skattsvik

Tæplega 15.000 bandarískir auðmenn hafa gefið sig fram og játað að hafa notað erlend skattaskjól til skattsvika. Játningarnar eru til komnar vegna aukinnar áherslu bandarískra skattyfirvalda á rannsókn slíkra mála og loforðs þeirra um að þeir, sem gefi sig fram innan ákveðinna tímamarka, hljóti vægari refsingu en lög gera ráð fyrir.

Dugar í eina sprengju á ári

Í nýrri skýrslu Alþjóðakjarnorkueftirlitsins segir að Íranar hafi flutt háþróaðan tæknibúnað til auðgunar úrans á stað sem áður var leynilegur. Vinnsla þar eigi að hefjast árið 2011.

Ákærður fyrir fjöldamorð

Níræður Þjóðverji, Adolf Storms að nafni, hefur verið ákærður fyrir þátttöku í fjöldamorðum í þorpinu Deutsch Schützen í Austurríki í lok mars árið 1945, aðeins fáeinum dögum fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Palin telur ólíklegt að hún bjóði sig fram

Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, telur ólíklegt að hún bjóði sig fram til forseta árið 2012. Hún vill þó ekki útiloka það. Framtíðin verði að leiða það í ljós. Þetta kom fram í spjallþætti Oprah Winfrey í gær.

Hafa gaman af álfatrú Íslendinga

Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað talsvert um álfatrú Íslendinga undanfarna daga. Tilefnið er könnun sem Terry Gunnell prófessor við Háskóla Íslands gerði á þessari trú.

Viltu sofa hjá pabba?

Fimmtíu og fimm ára gamall maður á Taivan hefur verið handtekinn fyrir að tæla um tuttugu konur til fylgilags við sig. Hann þóttist þá vera pabbi sinn.

Kallaði drottningu sníkjudýr og meindýr

Tilvonandi frambjóðandi breska Verkamannaflokksins hefur verið kallaður inn á teppið hjá flokksráðinu eftir að hann kallaði Elísabetu drottningu bæðí sníkjudýr og meindýr.

Fjögurra daga fæðing tvíbura

Fjórir dagar liðu á milli fæðinga tvíbura norskrar konu í síðasta mánuði. Mjög óvenjulegt er að svo langur tími líði á milli fæðinga.

NATO boðar tilfæringar í Afganistan

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO segir að byrjað verði að flytja hersveitir frá vissum héruðum í Afganistan strax á næsta ári.

Maður skotinn fyrir utan hnefaleikaklúbb

Rúmlega tvítugur maður var skotinn niður fyrir utan hnefaleikaklúbb í bænum Køge á Austur-Sjálandi í gær. Maðurinn var að koma af hnefaleikaæfingu þegar hann varð fyrir skotinu sem kom í hægri mjöðm hans.

Hækkun lestarfargjalda í Bretlandi

Bretar mega búast við allt að fimmtán prósenta hækkun lestarfargjalda í janúar hjá stærstu rekstraraðilum járnbrautarlesta landsins, svo sem First Great Western og South Western Trains.

Geimskot Atlantis gekk að óskum

Bandaríska geimferjan Atlantis hóf sig á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni klukkan hálfátta að íslenskum tíma í gærkvöldi og gekk skotið að óskum.

Sagði frelsið vera styrk Bandaríkjanna

„Við reynum ekki að troða neinu stjórnskipulagi upp á nokkra þjóð,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti við háskólanema í Shanghaí. Hann er nú staddur í Kína, og hefur lagt á það áherslu í ferðinni að Bandaríkjamenn hafi engan áhuga á að hefta vöxt Kína með nokkrum hætti.

Vilja stuðning Evrópuríkja

Palestínustjórn hefur beðið Evrópusambandið um stuðning við þau áform Palestínumanna að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínu án samþykkis Ísraels.

Segir enn rétt að hafa ekki gert árás á Íran

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist ekki sjá eftir því að hafa haldið að sér höndum þegar byltingarstjórnin í Íran tók 52 Bandaríkjamenn í gíslingu árið 1979.

Ástralíustjórn biðst afsökunar

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í gær afsökunar á framferði Ástrala, sem tóku illa á móti þúsundum munaðarlausra barna frá Bretlandi.

Samkynhneigt par í hjónaband

Tveir karlmenn í Argentínu, þeir José Maria Di Bello og Alex Freyre, hafa fengið leyfi til að ganga í hjónaband. Athöfnin verður haldin 1. desember næstkomandi.

Hvar er pelinn minn?

Skelfing greip um sig á brautarpalli í Boston þegar kona féll niður á járnbrautarteinana rétt í þann mund sem lestin kom æðandi inn á stöðina.

Hundurinn og ljónið

Þegar velunnari gaf litlum dýragarði austur af Búdapest í Ungverjalandi ljónsungann Zimba lentu stjórnendur dýragarðsins í dálitlum vanda.

Bílar veltu ferju

Tuttugu og átta manna áhöfn þessarar japönsku ferju slapp með skrekkinn þegar farmur hennar slóst til í óveðri um helgina.

Reyndi að eyða fóstri hjákonu

Breskur læknir hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að reyna að eyða fóstri ástkonu sinnar án hennar vitundar. Edward Erin er 44 ára gamall tveggja bjarna faðir.

Hneigði Obama sig of djúp?

Hægri menn í Bandaríkjunum hafa alveg farið á límingunum yfir því að Barack Obama skyldi hneigja sig djúpt þegar hann hitti japönsku keisarahjónin í Tokyo um helgina.

C-vítamín gagnslaust við kvefi

Þýsk stofnun sem fylgist með gæðum og virkni í heilbrigðismálum hefur komist að þeirri niðurstöðu að C-vítamín veiti ekki vernd gegn kvefi.

Sjá næstu 50 fréttir