Erlent

Obama hryllir við áætlunum Ísraela

Óli Tynes skrifar
Barack Obama.
Barack Obama.

Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið grænt ljós á bygginu níuhundruð fjögurra til fimm herbergja íbúðir í Gilo hverfinu í Jerúsalem, á Vesturbakkanum.

Robert Gibbs blaðafulltrúi Hvíta hússins sagði að þá hryllti við þessari ákvörðun. Bandaríkjamenn gerðu hvað þeir gátu til að koma i veg fyrir þetta.

George Mitchell sérlegur sendimaður Baracks Obama ræddi málið sérstaklega þegar hann hitti Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels á fundi í Lundúnum í gær.

Mitchell bað Netanyahu um að beita neitunarvaldi til að hindra smíði húsanna.

Palestínumenn vilja fá Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns.

Ísraelar segja hinsvegar að Jerúsalem verði aldrei aftur skipt eins og hún var áður en þeir hertóku Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×