Erlent

Maður skotinn fyrir utan hnefaleikaklúbb

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega tvítugur maður var skotinn niður fyrir utan hnefaleikaklúbb í bænum Køge á Austur-Sjálandi í gær. Maðurinn var að koma af hnefaleikaæfingu þegar hann varð fyrir skotinu sem kom í hægri mjöðm hans. Nærstaddir félagar mannsins óku honum á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans. Skotmaðurinn, sem huldi andlit sitt með svartri skíðagrímu, forðaði sér af vettvangi við annan mann í bíl sem lögregla fann síðar brunninn á afviknum stað. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en lögregla leitar mannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×