Erlent

Eldri og lengri en Þingvallahringurinn

Óli Tynes skrifar
Barack Obama á Kínamúrnum mikla.
Barack Obama á Kínamúrnum mikla. Mynd/AP

Eins og Íslendingar reyna að draga erlenda gesti sína Þingvallahringinn bjóða Kínverjar gjarnan sínum gestum að skoða múrinn mikla.

Barack Obama er nýjasti erlendi þjóðhöfðinginn sem nýtur þeirrar ánægju. Kína var auðvitað meðal landa sem forsetinn heimsótti í ferð sinni um Asíu.

Múrinn mikli er nokkuð eldri og lengri en Þingvallahringurinn.

Hann er tæpir níuþúsund kílómetra og bygging hans hófst á fimmtu öld fyrir Krist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×