Erlent

Sjálfsmorð aldrei fleiri í Bandaríkjaher

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn í Afganistan.
Hermenn í Afganistan.

Sjálfsmorð hafa aldrei verið fleiri meðal bandarískra hermanna en í ár og er fjöldi tilfella kominn í 211 en þau urðu alls 197 árið 2008 sem einnig var metár. Aðstoðarstarfsmannastjóri Bandaríkjahers tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær og sagði tölurnar sláandi. Hann sagði ekkert einfalt svar við því hvernig á þessu stæði, hvert tilfelli fyrir sig væri einstakt líkt og þeir einstaklingar sem í hlut ættu. Til að bæta gráu ofan á svart sagði aðstoðarstarfsmannastjórinn að einnig hefði misnotkun á áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum aukist til muna meðal hermanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×