Fleiri fréttir

Hermenn heimsækja Tröppupíramídann

Bandarískir hermenn eru nú þeir fyrstu sem skoða tröppupíramídann af Úr í Írak eða Ziggurat eins og hann er kallaður. Píramídinn er talinn vera fjögurþúsund ára gamall og er hluti af ævafornir borg Súmera.

Óttast svínaflensusmit í Disney

Mikki mús og félagar taka enga áhættu þegar svínaflensan er annarsvegar en forsvarsmenn Disney-garðsins í Orlando í Bandaríkjunum hafa sett upp sextíu sótthreinsidunka víðsvegar um garðinn heimsfræga samkvæmt fréttastofu AFP.

Sextíu manns slösuðust á jólatónleikum

Sextíu manns slösuðust á jólatónleikum í Birmingham, Bretlandi, þegar X-Factor stjarnan JLS átti að stíga á svið. Járngrind sem aðskilur fjöldann og er mikilvægt öryggisatriði þar sem fjöldi manna er kominn, gaf sig með þessum hörmulegu afleiðingum.

Laust starf hjá McDonald's í Guantanamo

Nú er lag fyrir þá sem vilja starfa hjá McDonald's í hlýju umhverfi en hamborgarakeðjan heimsþekkta auglýsir nú eftir starfsfólki í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu.

Obama vill rannsókn á vinnubrögðum leyniþjónustu

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort leyniþjónustumenn hafi tekið réttar ákvarðanir í máli Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 manns til bana og særði yfir 30 í þarsíðustu viku.

Loftbelgsfjölskyldan játar sekt

Richard Heene, faðir loftbelgsdrengsins svonefnda, sem bandaríska þjóðin stóð á öndinni yfir um miðjan október, mun játa sekt sína í málinu þegar hann kemur fyrir dómara.

Abbas gæti setið áfram

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gæti hæglega setið áfram í embætti ótímabundið þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig fram í kosningunum í janúar.

Rússland þarf nútímavæðingu

Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti segir að Rússland verði að nútímavæðast. Efnahagslífið megi ekki vera jafn háð hráefnisútflutningi og verið hefur heldur þurfi að tileinka sér nútíma hátækni.

Reinfeldt boðar leiðtogafund

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, boðaði í gær til leiðtogafundar Evrópusambandsins 19. nóvember næstkomandi, þar sem leiðtogarnir eiga að velja í tvö ný embætti, forseta leiðtogaráðsins og utanríkisfulltrúa.

Hlýða boði um sjálfseyðingu

Hægt er að senda stolnum eða týndum USB-minnislyklum skipun yfir internetið um að eyðileggjast, með nýrri tækni sem fyrirtækið Cryptzone kynnti í gær.

Fleiri látast úr árstíðarbundinni flensu en svínaflensu

Talið er að nærri 3900 manns, þar á meðal 540 börn, hafi látist í Bandaríkjunum af völdum svokallaðrar svínaflensu á þeim sex mánuðum sem liðnir eru síðan að inflúensuveiran braust út. Þetta kemur fram í skýrslu Sóttvarnarstofnunarinnar í Bandaríkjunum sem birt var í dag.

Jörðin ferst ekki 2012 -NASA

Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur séð ástæðu til þess að fullvissa fólk um að endalok jarðarinnar verði ekki tuttugasta og fyrsta desember árið 2012.

Forbes: Obama valdamesti maður jarðar

Forbes tímaritið bandaríska hefur tekið saman lista yfir 67 valdamestu einstaklina jarðarkringlunnar. Á toppi listans trónir Barack Obama bandaríkjaforseti og í öðru sæti er kollegi hans í Kína, Hu Jintao. Þriðja sætið vermir síðan Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands og fyrrverandi forseti og í því fjórða er Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Tyson handtekinn enn á ný

Hnefaleikameistarinn fyrrverandi, Mike Tyson, var handtekinn á flugvellinum í Los Angeles í gær eftir að til átaka kom milli hans og ljósmyndara.

Kínverjar reka ólögleg fangelsi

Kínverjar reka fjölda ólöglegra fangelsa í hótelum, hjúkrunarheimilum og geðsjúkrahúsum í ríkiseigu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch greina frá þessu og byggja upplýsingarnar á viðtölum við 38 manns sem verið hafa í haldi í slíkum fangelsum.

Skátaforingi hafði mök við barn

Danskur fyrrverandi skátaforingi á fertugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa kynmök við skátastúlku undir lögaldri en brotin áttu sér stað frá því að stúlkan var 13 ára og þar til hún varð 15 ára.

Vafasamur ljósmyndari í Bretlandi

Breskur dómstóll hefur bannað þrítugum manni að bera myndavél á almannafæri í tvö ár auk þess sem honum er gert að sinna samfélagsþjónustu í eitt ár.

Milljarðar í bónusa í varnarmálaráðuneyti

Starfsfólk breska varnarmálaráðuneytisins hefur fengið 47 milljónir punda, jafnvirði tæpra tíu milljarða króna, í bónusgreiðslur það sem af er yfirstandandi fjárhagsári.

Ræður Obama frá því að auka við herliðið í Afganistan

Sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl hefur skrifað Bandaríkjaforseta bréf þar sem lagst er gegn því að auka við liðssöfnuð bandaríska hersins í Afganistan. Bréfinu hefur verið lekið til fjölmiðla en sendiherrann, Karl Eikenberry lýsir einnig efasemdum sínum um að Hamid Karzai forseti landsins og ríkisstjórn hans séu hæf til starfans.

Að gera sem minnst í vinnunni

Bandarískur rithöfundur segir fólk enn þá geta komist upp með að gera sem minnst í vinnunni, hvað sem kreppuástandi líður.

Ölvaður flugstjóri handtekinn

Lögregla á Heathrow-flugvellinum í London handtók bandarískan flugstjóra Boeing 767-farþegaþotu á mánudaginn, rétt fyrir fyrirhugað flugtak, en maðurinn, sem er á sextugsaldri, var undir töluverðum áfengisáhrifum.

Muhammad tekinn af lífi í nótt

John Allen Muhammad, maðurinn sem myrti tíu manns úr launsátri í úthverfum Washington borgar í Bandaríkjunum árið 2002 var tekinn af lífi í Virginíu í nótt. Aftakan fór fram með eitursprautu en verjendur Muhammads höfðu reynt allt til þess að fá aftökunni frestað.

Lögregla skaut þriggja ára dreng

Mikill styr er nú meðal íbúa bæjarins Klipfontein View í Suður-Afríku eftir að lögreglumaður skaut þriggja ára gamlan dreng þar til bana á laugardaginn.

Refsingar fyrir hnífstunguárásir hertar í Bretlandi

Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur breytt hegningarlöggjöf landsins á þann veg, að refsing fyrir morð, þar sem eggvopni er beitt, verður eftirleiðis að lágmarki 25 ár í stað 15 ára.

Orrusta herskipa við strendur Kóreu

Átök milli herskipa frá Norður- og Suður-Kóreu hafa ekki orðið í sjö ár. Á þriðjudaginn skiptust herskip frá ríkjunum á skotum úti af vesturströnd ríkjanna.

Með nýtt frumvarp í smíðum

Silvio Berlusconi forsætisráðherra og félagar hans á Ítalíuþingi ætla að leggja fram frumvarp sem myndi losa hann úr snöru réttarkerfisins vegna spillingarmála sem hann er ákærður fyrir.

Vill takmarka vöxt bankanna

Aðgerðir ríkisstjórna víða um heim til bjargar fjármálageiranum kunna að leiða af sér fákeppni og markaðsmisnotkun á bankamarkaði. Svo mælir Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands.

Hart deilt enn á ný um fóstureyðingar

Deilur um fóstureyðingar eru orðnar háværar enn á ný í Bandaríkjunum eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að framlengja bann við því að ríkið taki þátt í að greiða kostnað við fóstureyðingar.

Stakk kærastann í munninn

Sextán ára gömul stúlka er í gæsluvarðhaldi í bænum Fredericia í Danmörku grunuð um að hafa reynt að ráða kærasta sínum bana. Stúlkan lenti í miklu rifrildi við kærasta sinn sem er 34 ára gamall og lauk átökunum með því að stúlkan rak hníf upp í munn mannsins. Hann var fluttur á sjúkrahús í skyndi en mun vera úr lífshættu. Stúlkan verður yfirheyrð síðar í dag en hún hefur samkvæmt dönskum miðlum komið áður við sögu lögreglu.

Ók dráttarvél á lögreglubíl

Lögregluþjónar áttu fótum fjör að launa þegar dráttarvél var ekið á fullri ferð á lögreglubíl þeirra þar sem þeir höfðu stillt honum upp sem vegartálma á vegi í Sønderjylland.

Kóresk skip skiptust á skotum

Suðurkóreskt herskip skaut á skip frá Norður-Kóreu sem siglt hafði inn fyrir landhelgislínu Suður-Kóreu við vesturströnd Kóreuskagans í morgun.

Ný eftirlitslöggjöf þykir róttæk

Hvert einasta símtal, SMS-skilaboð, tölvupóstur og vefsíðuheimsókn í Bretlandi verður geymt í eitt ár þegar ný lög um rétt til rannsóknar taka gildi. Með lögunum munu 653 opinberir aðilar öðlast rétt til að fletta upp í þeim mikla gagnagrunni sem við þetta verður til og það án heimildar dómara.

Verður tekinn af lífi í dag

Stjórnvöld í Virginíu undirbúa nú aftöku Johns Allens Muhammad, leyniskyttunnar sem skaut Bandaríkjamönnum heldur betur skelk í bringu fyrir sjö árum þegar hann fór um nágranna­byggðir Washington-borgar og myrti fólk úr launsátri dag eftir dag svo vikum skipti.

Sjá næstu 50 fréttir