Erlent

Kúba á bökkum Missisippi

Óli Tynes skrifar
Þetta verður hugsanalega nýtt heimili fanganna í Guantanamo.
Þetta verður hugsanalega nýtt heimili fanganna í Guantanamo. Mynd/AP

Barack Obama hefur ekki enn tekist að efna það kosningaloforð sitt að loka fangabúðunum í Guantanamo flóa á Kúbu.

Helsta vandamálið er hvað á að gera við fangana. Treglega hefur gengið að finna ríki sem vilja taka við þeim.

Alríkisstjórnin íhugar nú að kaupa fangelsi sem stendur við Missisippi fljót í Illinois.

Íbúum á svæðinu líst ágætlega á þá hugmynd því þeir sjá fyrir sér að það muni bæði skapa ný störf og gagnast margvíslegum þjónustufyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×