Erlent

Geimskot Atlantis gekk að óskum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Atlantis tekst á loft.
Atlantis tekst á loft.

Bandaríska geimferjan Atlantis hóf sig á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni klukkan hálfátta að íslenskum tíma í gærkvöldi og gekk skotið að óskum. Ferjan er á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með tæp 14 tonn af varahlutum og stendur leiðangurinn í ellefu daga. Þetta ferðalag Atlantis er það fimmta síðasta sem geimferjufloti Bandaríkjanna tekst á hendur áður en ferjunum verður lagt endanlega í september á næsta ári. Ný geimferðaáætlun og nýjar geimferjur taka svo við árið 2015 gangi áætlanir NASA eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×