Erlent

Níræður nasisti ákærður fyrir fjöldamorð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þýsk hersveit marsérar fram hjá Adolf Hitler.
Þýsk hersveit marsérar fram hjá Adolf Hitler.

Þýskur saksóknari hefur ákært níræðan fyrrum nasista fyrir morð á 58 ungverskum gyðingum í mars 1945. Ákæran kemur í kjölfar þess að austurrískur háskólanemi birti niðurstöður rannsóknar sinnar á fjöldagröf í Deutsch Schuetzen sem er þorp í Austurríki. Manninum, sem aðeins hefur verið skilgreindur opinberlega sem eftirlaunaþegi frá Duisburg, er gefið að sök að hafa í félagi við SS-sveit skotið gyðingana til bana eftir að hafa látið þá krjúpa hjá gröfinni. Þrír fyrrum félagar Hitlersæskunnar hafa vitnað um atburðina sem áttu sér stað í Deutsche Schuetzen og sá fjórði verður yfirheyrður í vikunni. Dómstóll í Duisburg á þó enn eftir að ákveða hvort réttað verði yfir hinum ákærða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×