Erlent

Hækkun lestarfargjalda í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lestarfarþegar mega búast við hækkun sumra fargjalda í janúar.
Lestarfarþegar mega búast við hækkun sumra fargjalda í janúar.

Bretar mega búast við allt að fimmtán prósenta hækkun lestarfargjalda í janúar hjá stærstu rekstraraðilum járnbrautarlesta landsins, svo sem First Great Western og South Western Trains. Hækkunin kemur til í kjölfar lækkunar samgönguráðuneytis landsins á öllum fargjaldategundum sem það ræður yfir. Rekstraraðilarnir reyna því að auka tekjur sínar eftir megni með því að hækka öll sérfargjöld, til dæmis miða sem keyptir eru einum degi eða fleirum áður en þeir eru notaðir, miða sem gilda eingöngu á ákveðnum leiðum og því um líkt. Formaður stéttarfélags starfsfólks í samgöngugeiranum segir væntanlegar hækkanir hneykslanlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×