Fleiri fréttir

AGS vill lána Angóla

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til 27 mánaða lánsáætlun upp á 1,3 milljarða dollara fyrir Angóla ef marka má orð yfirmanns hjá sjóðnum í dag en nú stendur yfir ársfundur AGS. Það er Reuters sem greinir frá.

Lissabonsáttmálinn líklega samþykktur í dag

Talning er hafin í kosningum Íra um Lissabonsáttmálann. Búist er við að hann verði samþykktur, en Micheal Martin utanríkisráðherra sagði í morgun að útlit væri fyrir að 60% kjósenda styddu sáttmálann.

Sáttmálinn líklega samþykktur ráðin

Írar gengu í gær að kjörborðinu til þess að greiða atkvæði um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Talning atkvæða hefst í dag og úrslit verða ekki ljós fyrr en seinni partinn, en allar líkur þóttu á því að sáttmálinn yrði samþykktur.

Bjargað úr rústum eftir tvo sólarhringa

Óttast er að þrjú þúsund manns kunni enn að vera grafnir í rústunum eftir jarðskjálftann á Indónesíu á miðvikudag. Ólíklegt er að neinn þeirra finnist á lífi. Nú þegar hafa meira en 700 lík fundist. Björgunarfólk í kappi við tímann.

Útlit fyrir að Írar samþykki sáttmálann

Írar gengu í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Kosningu er lokið og verða atkvæði talin á morgun.

Atvinnuleysistölur sorglegar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að nýjar tölur yfir atvinnuleysi í Bandaríkjunum séu sorglegar en brýna áminningu um langan tíma muni taka að reisa við efnahagskerfi landsins.

Ólympíuleikarnir 2016 verða í Rio

Ólympíuleikarnir árið 2016 verða haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu. Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti um sigurvegarann við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í dag. Þrjár aðrar borgir voru um hituna, Chicago í Bandaríkjunum, Madríd höfuðborg Spánar og Tókýó höfuðborg Japan.

Chicago og Tókýó dottnar út í ólympíuleikakosningu

Borgirnar Chicago og Tókýó eru fallnar úr keppninni um hvaða borg fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Kosningin fer fram í Kaupmannahöfn og höfðu bandarísku forsetahjónin Barack og Michelle Obama komið sérstaklega til Danmerkur til þess að ljá Chicago stuðning sinn.

Írar kjósa aftur um Lissabon sáttmálann

Írar ganga í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Írar höfnuðu sáttmálanum í kosningum í júní í fyrra og nú á að láta reyna á málið að nýju.

Áfrýjunarkröfu Suu Kyi hafnað

Dómstóll í Búrma hefur hafnað áfrýjunarkröfu stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi en hún hugðist áfrýja dómi um 18 mánaða framlengingu á stofufangelsinu sem hún hefur setið í.

Chicago - Ríó - Madríd eða Tókýó?

Það kemur í ljós síðdegis í dag í hvaða borg Ólympíuleikarnir árið 2016 verða haldnir. Fjórar borgir eru um hituna, Chicago í Bandaríkjunum, Rio de Janeiro í Brasilíu, Madríd höfuðborg Spánar og Tókýó höfuðborg Japan. Alþjóða Ólympíunefndin mun tilkynna um sigurvegarann við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn um klukkan fimm að íslenskum tíma.

Skjálfti á Tonga

Jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter kvarðanum skók Kyrrahafseyjuna Tonga í morgun og olli mikilli skelfingu á meðal eyjarskeggja enda hafa jarðskjálftar valrið gríðarlegu tjóni síðustu daga. Þessi skjálfti er þó sagður hafa gengið yfir án mikils tjóns og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna hans. Á þriðjudaginn var reið skjálfti sem mældist 8 á Richter yfir Samoa Eyjar og Tonga og er óttast um líf hundruða.

Myrti konu og setti hana í ferðatösku

Hálffertugur Breti hefur verið ákærður fyrir að myrða 37 ára gamla hjúkrunarkonu frá Filippseyjum, koma líki hennar fyrir í ferðatösku og fela töskuna svo í útjaðri Rochester í Kent fyrir rúmri viku.

Nestlé lætur undan þrýstingi AfriForum

Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta viðskiptum við Gushungo-mjólkurbúið í Zimbabwe sem er rekið af Grace Mugabe, eiginkonu Roberts Mugabe forseta.

Bretar gætu fengið jólapóstinn seint og illa

Verulegar tafir gætu orðið á jólapóstinum á Englandi vegna yfirvofandi verkfalls póststarfsmanna í öllu landinu. Ástandið er þegar orðið ískyggilegt eftir verkföll hjá póstinum í einstökum borgum og bæjum og eru skil á pósti víða orðin allt að hálfum mánuði á eftir vegna þessa.

Óttast að finna lík þúsunda í viðbót á Súmötru

Björgunarmenn á indónesísku eyjunni Súmötru segjast óttast að þeir eigi eftir að finna lík nokkurra þúsunda í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftunum tveimur aðfaranótt gærdagsins og í fyrradag.

Lögregla leitar í sjö löndum

Alþjóðleg lögreglurannsókn leiddi á miðvikudag til handtöku 22 einstaklinga sem grunaðir eru um tengsl við alþjóðlegan hring þýskumælandi barnaníðinga. Alls eru 136 til viðbótar grunaðir um að tengjast hópnum, þar af 121 í Þýskalandi.

Georgíumenn áttu upptökin

Upphaf stríðs Rússlands og Georgíu á síðasta ári má rekja til árásar Georgíuhers á Suður-Ossetíu, lýðveldi innan Georgíu sem lengi hafði barist fyrir aðskilnaði frá Georgíu og sameiningu við Rússland.

Sprengdu óvart vitlaust hús

Eitthvað virðist vanta upp á nákvæmnina hjá sérsveit sænska hersins, sem sprengdi fyrir mistök vitlaust hús þegar þeir voru við æfingar í bænum Röjdåfors í Suður-Svíþjóð.

Þúsundir fastar í rústum húsa

Björgunarfólk á Indónesíu leggur nótt við dag til að reyna að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu þegar tveir harðir jarðskjálftar urðu þar á miðvikudag.

Vanhanen stóð af sér storminn

Ríkisstjórn Finnlands stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á þjóðþingi landsins í gær.

Skrautvagnar á byltingarhátíð

Kínverskir hermenn gengu í skrautfylkingum yfir Torg hins himneska friðar í Peking milli þess sem skriðdrekum og öðrum vígvélum var ekið um torgið. Kínverskir ráðamenn fylgdust grannt með hersýningunni, sem er sú stærsta sem Kínverjar hafa efnt til.

Drap 83 þúsund rottur

Stjórnvöld í Bangla­dess verðlaunuðu í vikunni bónda fyrir að veiða samtals 83.450 rottur á níu mánaða tímabili. Bóndinn skilaði inn hölum af öllum rottunum og fékk litasjónvarp að launum fyrir dugnaðinn.

Vilja að Obama beiti hernum gegn Íran

Meirihluti Bandaríkjamanna vilja beita hervaldi til að koma í veg fyrir að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Afgerandi meirihluti þeirra telja að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, eigi að beita sér af miklum þunga í málinu.

Notast við stórvirkar vinnuvélar við björgunarstörf

Vegna skorts á þjálfuðum mannskap nota björgunarsveitir á Súmötru stórvirkar vinnuvélar til þess að leita að fólki í rústum hundruða húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í gær. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt.

Travolta berst við fjárkúgara

John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston eru nú á Bahamaeyjum til að bera vitni í réttarhöldum gegn tveim mönnum sem eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr hjónunum eftir að Jett sonur þeirra lést þar í janúar síðastliðnum.

Bandaríkjamenn telja hnúfubak ekki í útrýmingarhættu

Bandaríska alríkisstjórnin er að íhuga að taka hnúfubak af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Associated Press fréttastofan segir að þetta sé vegna gagna sem sýni að stofnin hafi stöðúgt verið að stækka síðustu áratugina.

60 ár frá valdatöku kommúnista í Kína

Kínverski kommúnistaflokkurinn fagnar því nú að 60 ár eru í dag liðin frá því þegar flokkurinn komst til valda og Alþýðulýðveldið Kína varð til. Það var 1. október 1949 sem Mao Zedong lýsti því yfir að Kína væri alþýðulýðveldi í takt við kommúnismann.

Bannað að selja ömmu á eBay

Tíu ára gamalli breskri stúlku hefur verið bannað að selja ömmu sína á uppboðsvefnum eBay. Málið er ekki flóknara en það að Zoe Pemberton, búsett í Clacton í Essex, skellti ömmu gömlu á uppboð á vefnum góðkunna.

Mjólk frá Mugabe illa séð

Suðurafrísku mannréttindasamtökin AfriForum hafa gefið svissneska matvælafyrirtækinu Nestlé eina viku til að gefa út yfirlýsingu um að það muni hætta að kaupa mjólk af Gushungo-mjólkurbúinu í Zimbabwe.

Hópslagsmál í dómsal

Hópslagsmál brutust út í dómsal 16 í bæjarrétti Kaupmannahafnar í gær þegar á þriðja tug ungmenna mættu þangað til að fylgjast með málflutningi.

Biður Schwarzenegger að loka vændissíðu

Harriet Harman, jafnréttismálaráðherra Bretlands, hefur farið fram á það við Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, að hann láti loka vefsíðu þar sem fólki, og þá væntanlega aðallega karlmönnum, gefst kostur á að gefa vændiskonum einkunn eftir frammistöðu, þar á meðal nokkrum sem starfa á götum Lundúna en vefsíðan er hýst af fyrirtæki í Kaliforníu.

Óttast um þúsundir á Vestur-Súmötru

Annar öflugur Jarðskjálfti skók vesturhluta Indónesíu í nótt. Óttast er að þúsund manns hafi látist í skjálftunum seinasta sólarhringinn. Seinni skjálftinn sem reið yfir Vestur Súmötru mældist 6,8 á Richter kvarðanum en sá fyrri mældist 7,6 stig. Báðir skjálftarnir áttu upptök sín í talsverðri nálægð við höfuðborg eyjarinnar, Padang en þar búa um 900 þúsund manns.

Stútar þurfa að opna áfengislás

Þeir Danir sem hafa verið dæmdir fyrir ölvunarakstur skulu sæta því að ölvunarlás verði settur í bíl þeirra. Lásinn metur hvort vínandi sé í blóði bílstjórans, áður en hann hleypir bílnum í gagn.

Brown vill að hægt verði að reka þingmenn

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, vill að kjósendur geti rekið þingmenn sem verða uppvísir að því að brjóta lög. Þetta kom fram í ræðu hans á árlegum landsfundi Verkamannaflokksins í Brighton á þriðjudag.

Fyrsti trúðurinn farinn út í geiminn

Kanadískur sirkus­eigandi slóst í hópinn með bandarískum og rússneskum geimfara sem skotið var út í geiminn frá gresjunum í Kasakstan í gær. Guy Laliberte er sagður fyrsti sirkustrúðurinn sem kemst út í geiminn. Hann stofnaði ásamt félögum sínum hinn víðfræga Sólarsirkus í Kanada fyrir aldarfjórðungi.

Refsiaðgerðir undirbúnar

Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri Vesturlanda halda til Írans í dag að ræða ágreining við stjórnvöld þar um kjarnorku. Ekki er búist við miklum árangri af viðræðunum, enda eru þessi sömu ríki í óða önn að undirbúa frekari refsiaðgerðir á hendur Írönum.

Hamfarir í Asíuríkjum kosta hundruð manna lífið

Á annað hundrað manns fórst þegar flóðbylgja reið yfir Samóaeyjar í kjölfar öflugs jarðskjálfta á þriðjudag. Annar stór jarðskjálfti varð við Indónesíu í gær og kostaði tugi eða jafnvel hundruð manna þar lífið.

Of alvarlegt til að þegja um

Armando Spataro, saksóknari á Ítalíu, segir mannrán sem bandarískir leyniþjónustumenn frömdu í Mílanó árið 2003, vera of alvarlegan glæp til að hægt sé að þegja um, jafnvel þótt ríkisleyndarmál séu í húfi.

Sjá næstu 50 fréttir