Erlent

Refsiaðgerðir undirbúnar

Ali Akbar Salehi
Yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans.
Ali Akbar Salehi Yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans.

Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri Vesturlanda halda til Írans í dag að ræða ágreining við stjórnvöld þar um kjarnorku. Ekki er búist við miklum árangri af viðræðunum, enda eru þessi sömu ríki í óða önn að undirbúa frekari refsiaðgerðir á hendur Írönum.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir þó að vonir séu bundnar við að viðræðurnar opni möguleika á frekari viðræðum.

Vestrænir ráðamenn hafa margir hverjir áhyggjur af kjarnorkuáformum Írana.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×