Erlent

Drap 83 þúsund rottur

Stjórnvöld í Bangladess settu af stað sérstakt átak til að fækka rottum í landinu nýlega.Fréttablaðið/AP
Stjórnvöld í Bangladess settu af stað sérstakt átak til að fækka rottum í landinu nýlega.Fréttablaðið/AP

Stjórnvöld í Bangla­dess verðlaunuðu í vikunni bónda fyrir að veiða samtals 83.450 rottur á níu mánaða tímabili. Bóndinn skilaði inn hölum af öllum rottunum og fékk litasjónvarp að launum fyrir dugnaðinn.

Stjórnvöld notuðu þennan dugnaðarfork til að kynna átak sitt, þar sem fólk er hvatt til að hjálpa til við að fækka rottum.

„Það er ekki auðvelt að drepa rottur, það þarf æfingu til þess,“ sagði Mokhairul Islam. Hann veiddi að meðaltali yfir 300 rottur á dag síðustu níu mánuðina og hefur ekki þurft jafn mikið fóður fyrir hænsn sín fyrir vikið. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×