Erlent

Sáttmálinn líklega samþykktur ráðin

Kosið á Írlandi. Írar höfnuðu Lissabonsamningnum á síðasta ári, en breyttur sáttmáli var borinn undir þá í gær.
fréttablaðið/AP
Kosið á Írlandi. Írar höfnuðu Lissabonsamningnum á síðasta ári, en breyttur sáttmáli var borinn undir þá í gær. fréttablaðið/AP

Írar gengu í gær að kjörborðinu til þess að greiða atkvæði um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Talning atkvæða hefst í dag og úrslit verða ekki ljós fyrr en seinni partinn, en allar líkur þóttu á því að sáttmálinn yrði samþykktur.

Töluverð spenna var í landinu vegna kosninganna, en kosningaþátttakan virtist þó ætla að verða dræm.

Allt benti til þess að Írar hafi samþykkt Lissabon-sáttmálann í þessari umferð. Þar með tekur nýtt skipulag við um áramótin með sérstökum utanríkisráðherra og forseta framkvæmdastjórnarinnar.

Hafi úrslitin hins vegar orðið þau, að Írar hafi fellt sáttmálann, þá er Evrópusambandið aftur komið nánast á byrjunarreit. Lissabon-sáttmálinn verður að engu og varla vilji til að semja um nýjan í bráð. Styðjast þarf við gamla sáttmálann frá 1992 sem er óhentugur nú þegar aðildarríkjunum hefur fjölgað í 27.

Enn eiga þó bæði Pólverjar og Tékkar eftir að staðfesta samninginn, en til þess þarf aðeins undirritun forseta ríkjanna. Þeir eru báðir andvígir sambandinu og Vaclav Klaus Tékklandsforseti mun vafalaust reyna að draga í lengstu lög að undirrita hann.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×