Erlent

Chicago og Tókýó dottnar út í ólympíuleikakosningu

Nærvera Obama hjálpaði ekki til.
Nærvera Obama hjálpaði ekki til.

Borgirnar Chicago og Tókýó eru fallnar úr keppninni um hvaða borg fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Kosningin fer fram í Kaupmannahöfn og höfðu bandarísku forsetahjónin Barack og Michelle Obama komið sérstaklega til Danmerkur til þess að ljá Chicago stuðning sinn.

Það kom ekki að gagni og var Chicago fyrsta borgin til að detta út en kosið er aftur og aftur þangað til meirihluti Alþjóðaólympíunefndarinnar kemst að niðurstöðu. Ríó de Janeiro og Madríd keppa nú um hnossið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×