Erlent

Ólympíuleikarnir 2016 verða í Rio

Lula de Silva, forseti Brasilíu, mætti til Kaupmannahafnar í dag.
Lula de Silva, forseti Brasilíu, mætti til Kaupmannahafnar í dag. Mynd/AP
Ólympíuleikarnir árið 2016 verða haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu. Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti um sigurvegarann við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í dag. Þrjár aðrar borgir voru um hituna, Chicago í Bandaríkjunum, Madríd höfuðborg Spánar og Tókýó höfuðborg Japan.

Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Jaques Rogge sagði að sjaldan eða aldrei hefði baráttan um útnefninguna verið jafn hörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×