Erlent

Sprengdu óvart vitlaust hús

Eitthvað virðist vanta upp á nákvæmnina hjá sérsveit sænska hersins, sem sprengdi fyrir mistök vitlaust hús þegar þeir voru við æfingar í bænum Röjdåfors í Suður-Svíþjóð.

Sérsveitin hafði keypt hús sem átti að nota við æfingar og hugðist sprengja sér leið inn í húsið að næturlagi til að líkja eftir átökum sem sveitin gæti lent í.

Ekki vildi betur til en svo að hermennirnir réðust til atlögu við vitlaust hús og áttuðu sig ekki á mistökunum fyrr en allar hurðir og allir gluggar í húsinu höfðu verið sprengdir.

„Þeir voru virkilega heppnir að parið sem býr í húsinu var ekki heima, þeir hefðu getað drepið þau," sagði nágranni í samtali við sænska fjölmiðla. Talsmaður hersins baðst afsökunar á mistökunum og sagði sáttir hafa náðst við húseigendur.

- bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×