Erlent

Lögregla leitar í sjö löndum

Alþjóðleg lögreglurannsókn leiddi á miðvikudag til handtöku 22 einstaklinga sem grunaðir eru um tengsl við alþjóðlegan hring þýskumælandi barnaníðinga. Alls eru 136 til viðbótar grunaðir um að tengjast hópnum, þar af 121 í Þýskalandi.

Leitað var á heimilum 178 einstaklinga í sjö löndum. Hinir handteknu voru í Austurríki, Kanada, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Spáni og Sviss.

Einhverjir hinna handteknu eru grunaðir um framleiðslu á efni sem sýnir ofbeldi gegn börnum. Allir eru sakaðir um dreifingu á slíku efni. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×