Erlent

Fjölskyldudagur fjölkvænisklúbbsins

Óli Tynes skrifar
Brosleita konan fremst á myndinni er Rohaya Ashari ein af fjórum eiginkonum fjölskylduföðurins.
Brosleita konan fremst á myndinni er Rohaya Ashari ein af fjórum eiginkonum fjölskylduföðurins. Mynd/AP

Ikhwan fjölkvænisklúbburinn í bænum Rawang í Malasíu hélt fjölskyldudag um síðustu helgi og var þar margt um manninn.

Eins og í öðrum múslimaríkjum er fjölkvæni leyfilegt í Malasíu þótt það sé ekki algengt.

Ashari fjölskyldunni þykir það miður og hefur því stofnað fjölkvænisklúbb til að bæta þar úr.

shari fjölskyldan telur þetta göfugan málstað sem miði að því að hjálpa einstæðum mæðrum, vændiskonum og eldri konum að finna sér eiginmenn.

Brosleita konan fremst á meðfylgjandi mynd er Rohaya Ashari ein af fjórum eiginkonum fjölskylduföðurins.

Hún er sannfærð um að fjölkvæni sé besta fjölskyldumynstrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×