Erlent

Mjólk frá Mugabe illa séð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mugabe-hjónin.
Mugabe-hjónin.

Suðurafrísku mannréttindasamtökin AfriForum hafa gefið svissneska matvælafyrirtækinu Nestlé eina viku til að gefa út yfirlýsingu um að það muni hætta að kaupa mjólk af Gushungo-mjólkurbúinu í Zimbabwe. Mjólkurbúið er rekið af forsetafrúnni Grace Mugabe, eiginkonu Roberts Mugabe, og hafa menn það fyrir satt hjá AfriForum að fyrrum eigandi mjólkurbúsins hafi einfaldlega verið neyddur til að selja yfirvöldum það. Nestlé kaupir um það bil milljón lítra af mjólk á ári af Gushungo-búinu og hafa AfriForum samtökin komið sér upp vefsíðunni nestlebloodmilk.com, eða blóðmjólk Nestlé, til að vekja athygli á málstað sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×