Erlent

Útlit fyrir að Írar samþykki sáttmálann

Frá kjörstað í dag.
Frá kjörstað í dag. Mynd/AÐ
Írar gengu í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Kosningu er lokið og verða atkvæði talin á morgun.

Mikil spenna hefur verið í Írlandi vegna kosninganna. Nýjustu kannanir benda til þess að Írar hafi skipt um skoðun frá því að þeir höfnuðu sáttmálanum í kosningum sumarið 2008 og líklegt er að hann verði samþykktur að þessu sinni.

Írar, Tékkar og Pólverjar eru einu aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki hafa samþykkt Lissabon sáttmálann en samkvæmt honum gerðar gerðar töluverðar breytingar á skipulagi sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×