Erlent

Stútar þurfa að opna áfengislás

Þeir Danir sem hafa verið dæmdir fyrir ölvunarakstur skulu sæta því að ölvunarlás verði settur í bíl þeirra. Lásinn metur hvort vínandi sé í blóði bílstjórans, áður en hann hleypir bílnum í gagn.

Brian Mikkelsen, dómsmálaráðherra Danmerkur, hefur nú lagt fram frumvarp þessa efnis. Þetta úrræði hefur verið reynt í Svíþjóð við misjafnar undirtektir. Dæmdir ölvunarakstursmenn hafa jafnvel afþakkað að fá bílprófið aftur, því áfengislásinn kostar sitt: um 55.000 krónur sænskar. Það er tæp milljón íslenskra króna.- kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×