Erlent

Hópslagsmál í dómsal

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vissulega var það ekki eystri landsréttur sem þessi frétt fjallar um.
Vissulega var það ekki eystri landsréttur sem þessi frétt fjallar um.

Hópslagsmál brutust út í dómsal 16 í bæjarrétti Kaupmannahafnar í gær þegar á þriðja tug ungmenna mættu þangað til að fylgjast með málflutningi. Ekki var þarna um að ræða áhugasama lögfræðinema heldur vini og vandamenn gerenda og þolanda í líkamsárásarmáli sem á rætur sínar að rekja til Vesterbro-hverfisins. Fljótlega kom í ljós að andstæðar fylkingar voru staddar í dómsalnum og létu menn þá hnefa skipta. Lyktaði málum þannig að lögregla kom á vettvang og handtók fimm manns en aðrir forðuðu sér. Hélt málflutningurinn svo áfram eins og ekkert hefði í skorist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×