Erlent

Bretar gætu fengið jólapóstinn seint og illa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Verulegar tafir gætu orðið á jólapóstinum á Englandi vegna yfirvofandi verkfalls póststarfsmanna í öllu landinu. Ástandið er þegar orðið ískyggilegt eftir verkföll hjá póstinum í einstökum borgum og bæjum og eru skil á pósti víða orðin allt að hálfum mánuði á eftir vegna þessa. Svo mikið af óflokkuðum pósti hefur safnast upp að brugðið hefur verið á það ráð að leigja stór vöruhús í Dartford, Kent og Petersborough þar sem menn vinna nú baki brotnu við að flokka póst og koma honum til viðtakenda. Verði af verkfalli póststarfsmanna um landið allt hæfist það um mánaðamótin október-nóvember og ljóst að það hefði veruleg áhrif á skil jólapóstsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×