Erlent

Áfrýjunarkröfu Suu Kyi hafnað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Suu Kyi.
Suu Kyi.

Dómstóll í Búrma hefur hafnað áfrýjunarkröfu stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi en hún hugðist áfrýja dómi um 18 mánaða framlengingu á stofufangelsinu sem hún hefur setið í. Þetta táknar að hún mun ekki geta komið með neinum hætti að þingkosningunum í Búrma á næsta ári. Suu Kyi hefur eytt 14 af síðustu 20 árum í stofufangelsi vegna andstöðu sinnar við herforingjastjórn landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×