Erlent

Bannað að selja ömmu á eBay

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sú stutta fékk ekki að selja ömmu gömlu á eBay. Ekkert má maður nú.
Sú stutta fékk ekki að selja ömmu gömlu á eBay. Ekkert má maður nú.

Tíu ára gamalli breskri stúlku hefur verið bannað að selja ömmu sína á uppboðsvefnum eBay. Málið er ekki flóknara en það að Zoe Pemberton, búsett í Clacton í Essex, skellti ömmu gömlu á uppboð á vefnum góðkunna. Ekki leið á löngu þar til auglýsing hennar var fjarlægð af umsjónarmönnum eBay og stúlkunni góðfúslega bent á það í tölvupósti að bannað væri að selja fólk á vefnum. Þegar breska blaðið Telegraph setti sig í samband við eBay fengust þau svör að þetta hefði nú verið græskulaust gaman og greinilega allt með samþykki ömmunnar. Það sem mönnum þar á bæ hefði þótt öllu grunsamlegra var að þó nokkur tilboð bárust í þá gömlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×