Erlent

AGS vill lána Angóla

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til 27 mánaða lánsáætlun upp á 1,3 milljarða dollara fyrir Angóla ef marka má orð yfirmanns hjá sjóðnum í dag en nú stendur yfir ársfundur AGS. Það er Reuters sem greinir frá.

„Við leggjum til 1,3 milljarða í þessu samhengi," sagði fulltrúi Afríku, Antoinetta Sayeh, við fréttamenn á fundinum í dag. Ef yfirstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun samþykkja lánið mun þetta vera eitt stærsta lán sem samþykkt er frá ríki í Afríku.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti bráðabirgðalán Angóla þann 29.september síðastliðinn en þar var ekki tilgreint hversu hátt fjármagn væri aðgengileg ríkisstjórn landsins.

90% af tekjum Angóla eru tengdar olíu en lágt olíuverð hefur leikið landið grátt undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×