Erlent

Of alvarlegt til að þegja um

Armando Spataro Ítalski saksóknarinn ætlar ekkert að gefa eftir.
fréttablaðið/AP
Armando Spataro Ítalski saksóknarinn ætlar ekkert að gefa eftir. fréttablaðið/AP

Armando Spataro, saksóknari á Ítalíu, segir mannrán sem bandarískir leyniþjónustumenn frömdu í Mílanó árið 2003, vera of alvarlegan glæp til að hægt sé að þegja um, jafnvel þótt ríkisleyndarmál séu í húfi.

Sjö ítalskir sakborningar, sem tóku þátt í mannráninu, neita að svara sumum spurningum saksóknarans á þeim forsendum að um ríkisleyndarmál sé að ræða.

Ítalirnir sjö tóku þátt í því, með 26 bandarískum leyniþjónustumönnum, að ræna egypska klerkinum Osama Moustafa Hassan Nasar, sem grunaður var um aðild að hryðjuverkastarfsemi.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×