Erlent

Nestlé lætur undan þrýstingi AfriForum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gushungo-mjólkurbúið.
Gushungo-mjólkurbúið.

Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta viðskiptum við Gushungo-mjólkurbúið í Zimbabwe sem er rekið af Grace Mugabe, eiginkonu Roberts Mugabe forseta. Fréttastofan greindi frá því í gærmorgun að mannréttindasamtökin AfriForum hefðu farið fram á þetta við Nestlé og gert grein fyrir málstað sínum á vefsíðunni Nestlebloodmilk.com, eða blóðmjólk Nestlé. Mótmæltu samtökin því að Nestlé ætti í viðskiptum við mjólkurbúið þar sem fyrrverandi eigandi þess hefði verið neyddur með ólögmætum hætti til að selja stjórnvöldum það. Framkvæmdastjóri AfriForum segist fagna þessari ákvörðun og muni samtökin þegar láta af áróðri sínum í garð Nestlé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×