Innlent

Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vett­vangi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Hjalteyrargötu á Akureyri.
Atvikið átti sér stað á Hjalteyrargötu á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt.

Lögregla telur líklegt að hún hafi hlotið áverka við slysið en þegar vitni ræddu við hana vildi hún ekki gefa upp nafn né þiggja neina aðstoð og fór af vettvangi áður en lögreglan fékk upplýsingar um atvikið.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 og var stúlkan unga klædd í svartar buxur og bleika peysu. Hún var í hópi með öðrum krökkum sem taldir eru vera á aldursbilinu sjö til tólf ára.

Lögregla biður þá sem geta gefið upplýsingar um málið um að hafa samband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×