Fleiri fréttir

Gjafmildur hraðbanki í Hull

Vegfarendur sem nýttu sér hraðbanka í Hull á Englandi á þriðjudaginn var fengu heldur en ekki óvæntan glaðning þegar þeir tóku út úr bankanum. Kerfisvilla orsakaði að bankinn tvöfaldaði alltaf upphæðina sem beðið var um án þess að það kæmi fram á kvittunum.

Hættulegast að aka bíl í Kína

Kína er hættulegasta land í heimi að aka um á bíl. Meðaltal banaslysa í heiminum eru tvö slys á hverja tíuþúsund bíla.

Danski blaðaburðardrengurinn látinn

Sextán ára danskur blaðburðardrengur sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á miðvikudag er látinn af sárum sínum. Þrír piltar á aldrinum 15 til 18 ára hafa verið handteknir.

Clinton með forystu í skoðanakönnun

Hillary Clinton hefur nú tekið forystu á Obama í barátunni fyrir forkosningar demókrata um forsetaembættið, ef marka má skoðanakannanir. Staða þeirra í skoðanakönnunum hefur verið býsna jöfn allt frá því í febrúar, en Clinton sækir á, samkvæmt síðustu Gallup könnun.

Biðja fyrir lífi sonar síns

Foreldrar 16 ára gamals blaðaburðadrengs sem var barinn til óbóta með hafnarboltakylfu í Kaupmannahöfn á miðvikudag biðja nú fyrir drengnum.

Libby sviptur málflutningsleyfi

Dómstóll í Bandaríkjunum svipti í dag Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, málflutningsleyfi vegna aðildar hans að svokölluðu CIA-lekamáli.

McCain lofsamaði Gordon Brown

John McCain forsetaframbjóðandi lofsamaði Gordon Brown og sagði hann „mjög sterkan leiðtoga" eftir að þeir tveir hittust í spjalli í Downingstræti. Þetta var fyrsti fundur Brown og McCain og sagði sá síðarnefndi eftir fundinn að hann dáðist að Brown.

Hinir krossfestu sýni ýtrasta hreinlæti

Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum hafa varað þá sem hyggjast feta í fótspor Jesú Krists og láta krossfesta sig á morgun, föstudaginn langa, að sýna ýtrasta hreinlæti.

Stytta af Maríu mey tárfellir

Þúsundir kaþólikka streyma nú í smáþorp í Mexíkó til þess að sjá styttu af Maríu mey sem tárfellir.

Viðurkenna að óeirðir hafi verið víðar en í Tíbet

Kínversk stjórnvöld viðurkenndu í fyrsta sinn í morgun að óeirðir sem verið hafa í Tíbet hefðu breiðst út fyrir héraðið. Þannig segir Xinhua-fréttastofan kínverska að skemmdir hafi verið unnar á opinberum byggingum og verslunum í Sichuan-héraðinu á sunnudaginn var.

Segir syni sína hafa áhuga á Alitalia

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, segir að synir hans kunni að taka þátt í að gera kauptilboð í flugfélagið Alitalia ef Air France og KLM hætta við að reyna að kaupa það.

„Fyrirgefið Kate og Gerry“

Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar.

Kínverjar vilja viðræður við Dalai Lama

Forsætisráðherra Kína er reiðubúinn að hefja viðræður við Dalai Lama. Þetta hefur Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands eftir Wen Jiaobao, en þeir ræddust við í dag.

Stóraukið netráp um síma

SAN FRANCISCO (Reuters) Talsmenn vefrisans Google segjast merkja aukna netnotkun gegnum farsíma síðan fyrirtækið tók að bjóða upp á hraðvirkara netráp gegnum ákveðnar tegundir síma og eiga nú von á að netsímaöld fari í hönd.

Ástrali býður líf sitt á eBay

SYDNEY (Reuters) Langt er síðan sýnt var fram á að söluvarningi á uppboðsvefnum eBay eru fá takmörk sett en hafi þau verið einhver fjarlægði Ástralinn Ian Usher þau endanlega með því að bjóða allar eigur sínar til sölu þar – að viðbættu starfi sínu, vinum og lífi.

Kornflakesflaga seld á 15 milljónir kr. á eBay

Kornflakesflaga sem líkist Illinois ríki í Bandaríkjunum var nýlega boðin til sölu á eBay uppboðsvefnum. Nú þegar hefur tilboð upp á 15 milljónir króna verið gert i flöguna.

Hæstiréttur Bandaríkjanna fjallar um byssueign

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur loksins tekið byssueign landsmanna til meðferðar rúmum tveimur öldum eftir að stjórnarskrá landsins gaf öllum þegnum þess rétt til að bera byssur á sér.

Fær ekki að deyja

Dómari í Dijon í Frakklandi hafnaði í gær kröfu frönsku kennslukonunnar Chantal Sebire um að fá að deyja með aðstoð lækna. Sebire, sem er 52 ára og 3 barna móðir, þjáist af ólæknandi krabbameini í nefholi og hefur æxli afmyndað andlit hennar.

Segir hundrað mótmælendur hafa gefið sig fram

Varahéraðsstjóri kínverskra stjórnvalda í Tíbet greindi frá því í dag að um hundrað manns hefðu gefið sig fram við stjórnvöld og viðurkennt að hafa tekið þátt í mótmælum undanfarna dag.

Þjónar brátt liðin tíð á veitingastöðum

TEL AVIV (Reuters) Veitingastaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan gera nú tilraunir með nýja tækni sem gerir gestum kleift að panta mat og drykk með aðstoð skjás sem komið er fyrir á borðinu hjá þeim.

Rússar brugga fyrsta kvennavodkann

MOSKVA (Reuters) Rússneski vodkaframleiðandinn Igor Volodin er fyrstur áfengisframleiðenda heimsins til að markaðssetja vodka sérstaklega ætlað konum en drykkurinn mun bruggaður með það fyrir augum að henta vel með salatinu eftir líkamsrækt.

Sjá næstu 50 fréttir