Erlent

Kínverjar vilja viðræður við Dalai Lama

Dalai Lama
Dalai Lama

Forsætisráðherra Kína er reiðubúinn að hefja viðræður við Dalai Lama. Þetta hefur Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands eftir Wen Jiaobao, en þeir ræddust við í dag.

Róstur hafa haldið áfram í héruðum sem liggja að Tíbet. Myndir sem kínversk yfirvöld birtu í dag sýna munka og aðra mótmælendur á götum úti, rífa kínverska fána, kveikja elda og ráðast á Kínverja.

En á sama tíma segja ráðamenn í Pekíng að búið sé að koma á nógu mikilli ró í Tíbet að óhætt sé að láta ólympíueldinn fara þar um, eins og ráð var fyrir gert, í aðdraganda ólympíuleikanna í Pekíng í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×