Erlent

Hæstiréttur Bandaríkjanna fjallar um byssueign

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur loksins tekið byssueign landsmanna til meðferðar rúmum tveimur öldum eftir að stjórnarskrá landsins gaf öllum þegnum þess rétt til að bera byssur á sér.

Lögmenn beggja megin við borðið leggja áherslu á byssueignin sem slík sé ekki málið heldur réttur stjórnvalda til að setja lög og reglur um meðferð á skotvopnum.

Málið snýst annars um rétt öryggisvarðar í ríkinu District of Colombia til að bera á sér byssu utan vinnutíma síns en í fyrra voru settar reglur um að slíkur vopnaburður væri óheimill í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×