Erlent

Kornflakesflaga seld á 15 milljónir kr. á eBay

Kornflakesflaga sem líkist Illinois ríki í Bandaríkjunum var nýlega boðin til sölu á eBay uppboðsvefnum. Nú þegar hefur tilboð upp á 15 milljónir króna verið gert i flöguna.

Það voru tvær ungar systur í Virginu sem fundu flöguna í pakka af Frosted Flakes og ákváðu að selja hana á eBay. Raunar munaði engu að yngri systirin hefði borðað flöguna en rétt áður en hún setti hana upp í sig tók hún eftir óvenjulegri lögun hennar.

Aðspurðar hvað þær ætli að gera við milljónirnar segjast systurnar ætla að kaupa fleiri pakka af þessu uppáhalds morgunkorni sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×