Erlent

Ástrali býður líf sitt á eBay

Uppboðsvefnum eBay eru fá takmörk sett.
Uppboðsvefnum eBay eru fá takmörk sett.

SYDNEY (Reuters) Langt er síðan sýnt var fram á að söluvarningi á uppboðsvefnum eBay eru fá takmörk sett en hafi þau verið einhver fjarlægði Ástralinn Ian Usher þau endanlega með því að bjóða allar eigur sínar til sölu þar - að viðbættu starfi sínu, vinum og lífi. „Sælt veri fólkið, ég heiti Ian Usher og ég hef fengið mig fullsaddan af lífi mínu! Ég kæri mig ekki um það lengur og þér er frjálst að fá það ef þú kýst svo!" ritar Ian á vefsetur sitt, alife4sale.com, en þaðan er hlekkur yfir á eBay.

Þessi sérkennilega útsala fylgir í kjölfar skilnaðar Ians við eiginkonu sína og hefst uppboðið 22. júní næstkomandi. Með í kaupunum fylgja „frábærir vinir" og starf Ians í teppaverslun í Perth, a.m.k. til reynslu í tvær vikur. „Að uppboðinu loknu geng ég bara út með veskið mitt og vegabréfið og byrja nýtt líf," segir uppbjóðandinn hvergi banginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×