Erlent

Allsherjarverkfall lamar samgöngur og fleira í Grikklandi

MYND/AP

Miklar truflanir hafa orðið á samgöngum í Grikklandi og opinberar stofnanir hafa verið lokaðar vegna allsherjarverkfalls opinberra starfsmanna þar í landi.

Með verkfallinu vilja þeir mótmæla frumvarpi um breytingar á eftirlaunakerfi landsins sem sagt er ramba á barmi gjaldþrots. Breytingarnar mætt mikilli andstöðu í landinu og segja verkalýðsfélög að milljónir manna taki þátt í verkfallinu í dag.

Þetta er í þriðja verkfallið í Grikklandi vegna málsins á jafnmörgum mánuðum, en einstaka geirar hins opinbera hafa auk þess lagt niður vinnu oftar. Þetta hefur þýðir að rusl hefur safnast upp og rafmagnsleysi hefur herjað á borgir ásamt því að almenningssamgöngur hafa lamast í höfuðborginni Aþenu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×