Erlent

Segir syni sína hafa áhuga á Alitalia

MYND/AP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, segir að synir hans kunni að taka þátt í að gera kauptilboð í flugfélagið Alitalia ef Air France og KLM hætta við að reyna að kaupa það.

Berlusconi, sem sækist eftir að verða forsætisráðherra á nýjan leik í apríl telur tilboð Air France og KLM alltof lágt.

Flugfélögin buðu 0,1 evru fyrir hvern hlut í Alitalia. Ítalska smáflugfélagið Air One vill fá að gera tilboð í ríkisflugfélagið og Berlusconi segir að synir hans geti komið að þeirri tilboðsgerð ásamt öðrum fjármálamönnum og bönkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×