Erlent

Rithöfundurinn Arthur C. Clarke er látinn

Breski vísindaskáldskaparhöfundurinn Arthur C. Clarke er látinn níræður að aldri. Hann lést á heimili sínu á Sri Lanka.

Clarke skrifaði meir en hundrað bækur á ferli sínum sem seldust í milljónum eintaka um víða veröld. Þekktasta rit hans er eflaust bókin 2001 A Space Odyssey en samnefnd kvikmynd var gerð eftir þeirri bók.

Clarke er þekktur fyrir að hafa spáð fyrir um fjarskipti í gegnum gerfihnetti á fimmta áratugnum og allt fram á áttræðisaldurinn var hann ráðgjafi stofnana og fyrirtækja á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Microsoft og NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×