Fleiri fréttir

Jesúbarninu stolið í Flórída

Aðstandendur jólasýningar á Miami hafa fest GPS-staðsetningartæki á styttu af Jesúbarninu eftir að sams konar styttu á sýningunni var stolið.

Páfi talaði gegn eigingirni og fyrir umhverfinu í messu sinni

Kristnir menn um allan heim halda jólin hátíðleg í dag. Michel Sabah erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem sagði í guðsþjónustu í Betlehem að landið helga gæti ekki verið lífsins land fyrir suma en land dauða, útskúfunar, hernáms og fangelsunar fyrir aðra.

Mannskæð árás í Írak í morgun

Rúmlega tuttugu manns létu lífið í sjálfsvígsárás í bæ norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Að minnsta kosti 80 manns særðust.

Aftur farið að fljúga frá Heathrow

Tugum flugferða frá Heathrow flugvelli í Lundúnum hefur verið aflýst um helgina vegna veðurs. Nú er aftur farið að fljúga en óvíst er hvort allir komast í flug fyrir jólin.

Úrslit í Úsbekistan fyrirsjáanleg

Islam Karimov virðist öruggur um endurkjör í forsetakosningum í Úsbekistan. Hann hefur ríkt með miklu offorsi í landinu í átján ár. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að kosningarnar hafi ekki verið í samræmi við lýðræðislegar leikreglur. Meint níutíu prósent kosningaþátttaka vekji sömuleiðis grun um að ekki hafi verið rétt talið.

Endi bundinn á konungdæmið í Nepal

Endi verður bundinn á konungdæmið í Nepal, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda þar í landi. Með því fallast þau á eina aðalkröfu Maoista, sem hafa barist gegn stjórn landsins í ellefu ár í skærustríði sem hefur kostað 13 þúsund mannslíf.

Norskur verktaki svindlar á pólskum verkamönnum

Norskur byggingarverktaki hefur svindlað á pólskum verkamönnum og norska ríkinu með því að stofna stöðugt ný fyrirtæki sem taka að sér verkefni en greiða helst ekki laun eða virðisaukaskatt.

Hass aftur selt fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu

Þrátt fyrir miklar og ítrekaðar aðgerðir lögreglunnar er hass nú aftur selt fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Lögreglan kallar eftir því að stjórnmálamenn grípi inn í málið.

Karimov líklega endurkjörinn í Úsbekistan

Fastlega er búist við að Islam Karimov forseti Úsbekistans verði endurkjörinn í forsetakosningum sem fara fram í dag. Hann hefur ríkt með harðri hendi í Úsbekistan í átján ár, frá því áður en Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1992.

Bylur veldur usla í Bandaríkjunum

Bylur í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna olli dauðsföllum og miklum töfum á ferðalögum fyrir jólin. Við Topeka borg í Kansas varð bílslys sem leiddi til keðjuverkunar þannig að tugir bíla óku hver aftan á annan.

Yfir 400 F-15 orrustuþotur kyrrsettar ótímabundið

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að kyrrsetja yfir 400 af F-15 orrustuþotum sínum eftir að smíðagalli koma í ljós í níu þeirra. Allur floti flughersins af F-15 þotum, um 700 talsins, var kyrrsettur af sömu sökum í byrjun nóvember.

Gíraffar skiptast í sex tegundir

Vísindamenn hafa fundið út að gíraffar skiptast i sex ólíkar tegundir en ekki eina eins og áður hefur verið talið.

Loftsteinn gæti rekist á Mars í janúar

Töluverðar líkur eru taldar á því að loftsteinn rekist á plánetuna Mars í janúar á næsta ári. Vísindamenn telja líkurnar á þessu 1:75 og að hugsanlegur árekstur verði þann 30. janúar.

Lottóvinningar gera marga að milljónamæringum á Spáni

Kampavínið flaut og gleðin réði ríkjum víðs vegar um Spán í dag þegar dregið var í tvö hundruð milljarða króna happdrætti. Jólin þykja ekki hafa gengið í garð fyrr en búið er að draga í spænska jólalottóinu, El Gordo, eða þeim feita.

Chavez segir Kólumbíuforseta áhugalausan um lausn gísla

Hugo Chavez forseti Venesúela gagnrýndi stjórnvöld í Kólumbíu í gær fyrir áhugaleysi á að fá gísla lausa úr haldi vinstrisinnaðra skæruliuða. Chavez sagði að Alvaro Uribe forseti Kólumbíu hefði sjálfur bundið enda á ferli sem hefði getað endað í lausn gíslanna.

Orsök umferðarhnúta

Hópur breskra verkfræðinga notaði stærðfræðiformúlu til þess að komast að því að of þungir bremsufætur valda mörgum af þeim umferðarhnútum sem verða á hraðbrautum.

Tóm tjara

Það skemmir ekki augun að lesa við litla birtu.

Arnold ósáttur við Bush

Arnold Schwarzenegger, ríkiststjórinn litríki í Kalíforníu, ætlar að kæra stjórnvöld í Washington vegna þess að Kalífornía fékk ekki leyfi alríkisins til þess að setja lög sem draga eiga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórinn segir málið enn eina birtingarmyndina á því að yfirvöld í Bandaríkjunum neiti að horfast í augu við það vaxandi vandamál aukin hlýnun jöarðar er í raun og veru.

Barnaræningjar fyrir rétt

Sex franskir ríkisborgarar sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til að ræna 103 börnum í Afríkuríkinu Chad verða leiddir fyrir rétt í dag. Málið komst í hámæli fyrir nokkrum mánuðum og vakti það athygli hér á landi að flugvélin sem nota átti til að flytja börnin til Frakklands var leiguvél í eigu Icelandair.

Pútín ríkasti maður Evrópu?

Talið er líklegt að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, verði næsti stjórnarformaður olíurisans Gazprom þegar hann lætur af embætti í mars. Hann er einnig sagður sitja á gífurlegum auðæfum.

Talið að 50 hafi látist

Talið er að allt að 50 hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan í morgun. Árásin var gerð í mosku í norðurhluta landsins. Enn er ekki ljóst hve margir slösuðust en óttast er að dánartalan geti hækkað. Engin hefur lýst árásinni á hendur sér en Talibanar hafa aukið áhrif sín á svæðinu síðustu misseri og hefur ítrekað komið til bardaga á milli þeirra og stjórnarhermanna.

Rændu verðmætu Picasso málverki

Þjófar brutust inn í Sao Paulo safnið í Brasilíu í morgun og höfðu á brott með sér málverk eftir Pablo Picasso. Ránið stóð í þrjár mínútur og virtist vel skipulagt.

Tancredo dregur sig úr kapphlaupinu um forsteaembættið

Repúblikaninn Tom Tancredo dró í dag framboð sitt til þess að verða frambjóðandi flokks síns í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári tilbaka. Við sama tilefni lýsti hann stuðningi við Mitt Romney, öldungardeildarþingmann frá Massachusetts.

Fundu pyntingaklefa al-Kaída liða

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa fundið fjöldan allann af pyntingaklefum sem notaðir voru af al-Kaída samtökunum. Hersveitirnar fundu þessa klefa í grennd við Muqdadiya í Diyala héraði. Þá var að finna í þremur byggingum og í þeim öllum var að finna keðjur á veggjum ásamt stálbeddum sem tengdir voru við litla rafstöð.

Díana óttaðist um líf sitt

Bréf sem Díana Prinsessa skrifaði og innihélt fullyrðingar um að Karl Bretaprins skipulagði “bílslys” þar sem hún ætti að deyja var gert opinbert í fyrsta skipti í gær.

Frystir aftur í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu?

Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn.

Sjá næstu 50 fréttir