Erlent

Barnaræningjar fyrir rétt

Sex franskir ríkisborgarar sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til að ræna 103 börnum í Afríkuríkinu Chad verða leiddir fyrir rétt í dag. Málið komst í hámæli fyrir nokkrum mánuðum og vakti það athygli hér á landi að flugvélin sem nota átti til að flytja börnin til Frakklands var leiguvél í eigu Icelandair.

Sexmenningarnir sem verið hafa í hungurverkfalli eiga yfir höfði sér að verða dæmdir til 20 ára erfiðisvinnu verði þeir fundnir sekir. Börnin átti að ættleiða í Frakklandi og voru þau sögð munaðarlaus en við nánari skoðun kom í ljós að flest áttu þau foreldra eða aðra nána ættingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×