Fleiri fréttir

Dauðafley á Miðjarðarhafi

Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn.

Ætluðu að nota íslenska flugvél til að ræna börnum frá Afríku

Nota átti íslenska flugvél til að flytja fleiri en eitt hundrað börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tsjad. Yfirvöld í landinu komu í veg fyrir flutningana og óvissa ríkir nú um afdrif barnanna, Evrópubúanna sem reyndu að fara með þau og flugvélarinnar, sem situr nú á flugvelli í Tsjad.

Ákærður fyrir hjólreiðar

Karlmaður í Skotlandi hefur verið settur á lista yfir kynferðisafbrotamenn fyrir tilraun til að stunda kynferðismök með hjólinu sínu. Það voru tvær hótelþernur sem komu að Robert Stewart þar sem hann var í miðjum klíðum á hótelherbergi í bænum Ayr í Október í fyrra.

Ekkert lífsmark í skipsflaki

Kafarar hafa ekki fundið neinn af þeim sjö Tyrkjum sem saknað er eftir að fragtskip með ellefu manns um borð fór á hvolf við suðurströnd Danmerkur í gærkvöld.

Bubbi byggir í geimnum

Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni.

Forsætisráðherra Ísraels með krabbamein

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fullyrðir þó að hann sé nógu hress til að geta setið áfram í embætti.

Fimm hundruð klerkar teknir í dýrlingatölu

Vatíkanið tók nærri 500 kaþólska klerka, sem fórust í Spænska borgarastríðinu, í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn um helgina. Athöfnin var sú stærsta, sinnar tegundar, sem haldin hefur verið. Flestir klerkanna voru drepnir í upphafi stríðsins árið 1936.

Stútur ætlaði undir flugvélastýri

Fjörtíu og tveggja ára gamall aðstoðarflugstjóri hjá Virgin Atlantic flugfélaginu var handtekinn á Heathrow flugvellinum í London í gær. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við störf. Lögreglan handtók manninn rétt fyrir flugtak og tafðist flugið á meðan staðgengill var fundinn í flugáhöfnina. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt manninn var honum sleppt gegn tryggingu en hann má búast við ákæru vegna athæfis síns.

Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad

Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad en önnur "glæpagengi" eins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers orðar það taka við af samtökunum. Þetta kom fram í viðtali AP fréttastofunnar við hershöfðingjann David Petraeus í dag.

Gerald Ford taldi Clinton vera kynlífsfíkil

Gerald Ford fyrrum forseti Bandaríkjanna hafði áhyggjur af kvennafari Bill Clintons og taldi að Clinton ætti að skrá sig inn á meðferðarstofnun fyrir kynlífsfíkla. Hann var einnig á þeirri skoðun að Hillary klæddist buxunum í sambandi þeirra en að Bill gæri ekki haldið rennilásnum á sínum lokuðum.

Hótuðu að birta kynlífsmyndir

Lögregla í Bretlandi hefur handtekið tvo menn fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni. Mennirnir kröfðust fimmtíu þúsund punda fyrir að birta ekki kynlífsmyndband með meðlimi konungsfjölskyldunnar.

Tyrkir felldu 20 kúrda

Tyrkneski herinn felldi tuttugu skæruliða kúrda í umfangsmiklum hernaðaraðgerðum í austanverðu landinu í dag, langt frá landamærunum við Írak.

SAS hættir notkun á Dash-vélum

Stjórn SAS flugfélagsins hefur ákveðið að hætta alfarið allri notkun á Dash 8/Q400 vélum í sinni eigu. Þessi ákvörðun var kynnt á fréttamannafundi SAS sem var að ljúka í þessu.

Arnold lofar að hafa hendur í hári brennuvarga

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hefur heitið því að hafa hendur í hári þeirra sem grunaðir eru um að hafa verið valdir að skógareldum þeim sem geysað hafa í ríkinu undanfarna daga. A.m.k. tveir af eldunum hófust með íkveikju og grunur leikur á íkveikju í tveimur tilvikum í viðbót.

Talibanar felldir í átökum í Afganistan

Áttatíu skæruliðar talibana lágu í valnum eftir sex klukkustunda bardaga í suðurhluta Afganistans, að sögn talsmanns bandaríska hersins í morgun.

Þýskir veitingahúsaeigendur mótmæla reykingabanni

Veitingahúsaeigendur í Neðra Saxlandi í Þýskalandi mótmæla harðlega reykingabanni sem tók gildi fyrsta október. Þeir stóðu á aðaltorgi gamla bæjarins í Frankfurt í gær og sögðu að reykingabannið hefði haft veruleg áhrif á krár og minni veitingahús.

Átök í norðvesturhluta Pakistans

Spenna magnast nú í norðvesturhéruðum Pakistans. Þar hafa talibanar verið að hreiðra um sig og láta stöðugt meira til sín taka.

Presturinn, ástkona hans og fasteignasalinn

Ítalir ræða fátt annað þessa dagana en fréttir frá þorpinu Monterosso þar sem presti staðarins hefur verið vikið úr starfi fyrir að eiga ástkonu í þorpinu. Sjálfur segir presturinn, Don Sante Sguotti, að fasteignasali sem falast hefur eftir landi í eigu kirkjunnar hafi komið af stað orðrómi um að hann ætti barn með ástkonu sinni.

Madeleine rænt eftir pöntun

Valinn hópur einkaspæjara sem nú leitar að Madeleine McCann telur að ránið á henni hafi verið eftir pöntun.

SAS aflýsir grimmt eftir Dash-óhapp

Frá því að einni af Dash-vélum SAS flugfélagsins hlekktist á í lendingu á Kastrup-flugvelli í gærdag hefur SAS aflýst 57 flugferðum sínum með Dash8/Q400 vélum . Danska flugmálastjórnin setti flugbann á allar vélar sínar af þessari tegund eftir óhappið en annað hjólastellið gaf sig í lendingu Dash-vélarinnar.

Mexíkanar fórust í skógareldunum í Kaliforníu

Nú er komið í ljós að ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó hafa látist í skógareldunum sem geysað hafa í Kaliforníu. Fjögur skaðbrunnin lík hafa fundist við landamærin að Mexíkó sem talin eru af innflytjendum. Nú er vitað að a.m.k. 14 manns hafa farist í þessum eldsvorðum.

Bhutto heimsækir heimasveitina

Benazir Bhutto lét líflátshótanir ekki aftra sér frá því að heimsækja gröf föður síns í heimasveit sinni í Pakistan í dag. Um fjögur þúsund stuðningsmenn Benazir Bhutto tóku á móti henni við komuna til Sindh, þar sem hennar pólitíska bakland er.

Dash átta vél hlekkist á - enn einu sinni

Enn einni Dash átta flugvélinni hlekktist á í dag, í þetta sinn SAS flugvél sem var að lenda á Kaupmannahafnarflugvelli. Hjólabúnaður vélarinnar gaf sig þegar hún lenti á flugbrautinni, með 44 farþega innanborðs.

Höfuðpaurinn í árásinni á USS Cole látinn laus

Stjórnvöld í Jemen hafa leyst úr haldi Jamal al-Badawi höfuðpaurinn í hryðjuverkaárásinni á bandaríska herskipið USS Cole. Jamal hefur setið í fangelsi síðan 2003 en hefur tvisvar náð að flýja úr vistinni, síðast í fyrra.

Undirbúnir fyrir árás uppvakninga

Lögreglustjórinn í bænum Lansing í Michigan, Bruce Ferguson, segir að hann og menn sínir séu vel undirbúnir ef uppvakningar (zombies) gera árás á bæinn. Hefur hann m.a. fyllt lögreglustöð sína af vélsögum vegna þessa.

Viðræður Íraka og Tyrkja fara út um þúfur

Viðræður milli stjórnvalda í Írak og Tyrklandi um leiðir til að koma í veg fyrir árásir kúrdískra skæruliða hafa farið út um þúfur. Tyrkneskar herflugvélar sjást nú á stöðugum eftirlitsferðum um landamærin við Írak.

Bhutto fagnað við komu í heimaþorp sitt

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans heimsótti heimaþorp sitt í dag, í fyrsta sinn eftir komuna til Pakistans. Um fjögur þúsund stuðningsmenn hennar tóku á móti henni.

Litvinenko var breskur njósnari

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Rússinn Alexander Litvinenko hafi verið breskur njósnari og þegið 2.000 pund í laun á mánuði frá MI6. Litvinenko var myrtur í London í fyrra með geislavirka efninu polonium 210 og er talið að fyrrverandi meðlimir rússnesku öryggisþjónustunnar hafi verið þar að verki.

Mynd Elton John er ekki klám

Ríkissaksóknari Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að mynd af tveimur nöktum stúlkum í eigu Sir Elton John sé ekki klám. Myndin sem tekin var af bandaríska ljósmyndaranum Nan Goldin var gerð upptæk á sýningu í listamiðstöðinni í Gateshead í síðasta mánuði.

Mistök að aðskilja ríki og kirkju, segir Person

Göran Person fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar segir að það hafi verið söguleg mistök að skilja að ríki og kirkju í Svíþjóð eins og gert var árið 2000. Þetta kemur fram í ævisögu Person "Min vej, mine valg", sem kom út nú fyrir helgina.

Er þetta ræningi Maddie?

McCann fjölskyldan hefur sent frá sér teikningu listamanns af hugsanlegum mannræningja dóttur þeirra Madeleine. Teikningin er byggð á frásögn Jane Tanner, vini þeirra Jerry og Kate McCann, en hún snæddi kvöldverð með þeim hjónum á þeim tíma sem Madeleine var rænt í Portúgal.

Skyndibitaraðþjófar handteknir í Kanada

Lögreglan í Toronto í Kanada handtók í dag tvo karlmenn og eina konu fyrir rúmlega 200 innbrot í skyndibitastaði í borginni. Fólkið var búið að stunda iðju sína í langan tíma áður en það náðist fyrir tilviljun.

Boða hertari aðgerðir gegn reykingum

Stjórnarandstaðan í Danmörku boðar hertari aðgerðir gegn reykingum nái hún að fella ríkisstjórnina í komandi kosningum. Segir hún núverandi reykingalög ekki nógu góð í að vernda fólk fyrir óbeinum reykingum.

Vilja banna þýska þjóðernisflokkinn

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, vill láta banna starfsemi þýska þjóðernisflokksins, NPD. Ályktun þessa efnis var samþykkt á flokksþingi þýskra jafnaðarmanna í Hamborg í dag.

Grunur um gin- og klaufaveikismit á Kýpur

Yfirvöld á Kýpur rannsaka nú hvort búfénaður á búgarði í suðausturhluta eyjarinnar hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Varnarsvæðið hefur verið afmarkað í kringum býlið á meðan vísindamenn rannsaka sýni sem tekin voru úr búfénaðinum.

Hryðjuverkamaður dæmdur í ævilangt fangelsi

Alsírbúinn Rachid Ramda var í Frakklandi í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir þátt sinn í sprengjuárásunum á neðanjarðarlestarkerfið í París árið 1995. Átta manns létust í árásunum og 200 særðust.

Hárlokkur af Che Guevara seldur á 6,5 milljónir

Hárlokkur af byltingarmanninum Che Guevara var seldur á uppboði í Bandaríkjunum í dag fyrir um 6,5 milljónir króna. Kaupandinn er sjötugur bóksali í Texas en seljandinn er fyrrum leyniþjónustumaður hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA.

Fagna refsiaðgerðum en vilja ekki árás á Íran

Hópur útlægra Írana fagnaði í dag auknum refsiaðgerðum sem Bandaríkjastjórn kynnti í gær gagnvart Íran. Á sama tíma ágerast stöðugt vangaveltur um að í Washington sé verið að ráðgera árás á Íran.

Vilja banna andlitsslæður í kjörklefa

Banna á múslimskum konum að vera með slæðu fyrir andlitið þegar þær ganga inn í kjörklefa í Kanada samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir kanadíska þingið. Með þessu á að tryggja að auðvelt verði fyrir starfsmenn kjörstjórnar að bera kennsl á viðkomandi.

Íslensk fjölskylda á um sárt að binda eftir eldana

Meðal þeirra sem urðu illilega fyrir barðinu á eldunum í Kaliforníu var fjölskylda Maríu Berglindar Jónsdóttur. Dóttir hennar missti húsið sitt og ætlar að flytja til öruggari svæða með manni sínum og þremur börnum. Þau gista nú hjá Maríu.

Sjá næstu 50 fréttir