Erlent

Vilja banna þýska þjóðernisflokkinn

Frá samkomu þýskra þjóðernissinna.
Frá samkomu þýskra þjóðernissinna. MYND/AFP

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, vill láta banna starfsemi þýska þjóðernisflokksins, NPD. Ályktun þessa efnis var samþykkt á flokksþingi þýskra jafnaðarmanna í Hamborg í dag.

Að mati þýskra jafnaðarmanna hefur þýski þjóðernisflokkurinn vísvitandi reynt að grafa undan stjórnarskrá landsins. Krefjast þeir að flokkurinn og starfsemi hans verði bannaður.

Um eitt hundrað meðlimir í þýska þjóðernisflokknum mótmæltu fyrir utan samkomustað jafnaðarmanna í Hamborg í dag. Þá söfnuðust um 1.100 andstæðingar þjóðernissinna einnig saman til að mótmæla.

Stjórnlagadómstóll Þýskalands úrskurðaði árið 2003 að það samræmdist ekki stjórnarskrá landsins að banna starfsemi þýska þjóðernisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×