Erlent

Skyndibitaraðþjófar handteknir í Kanada

Lögreglan í Toronto í Kanada handtók í dag tvo karlmenn og eina konu fyrir rúmlega 200 innbrot í skyndibitastaði í borginni. Fólkið var búið að stunda iðju sína í langan tíma áður en það náðist fyrir tilviljun.

Fólkið notaði afar sérstaka aðferð við að brjótast inn í skyndibitastaðina. Í fyrstu komu þau fyrir stórum pappakassa þétt upp við útgöngudyr staðanna eftir lokun. Einn þjófur var inni í kassanum útbúinn sérstökum tækjum til að skera gler.

Á meðan tveir gættu þess að lögreglan væri víðs fjarri skar þjófurinn glerið úr hurðinni og laumaði sér þannig inn. Með þessari aðferð náði fólkið að stela allt að 16 milljónum króna úr peningakössum skyndibitastaðanna.

Fólkið náðist loks fyrir tilviljun þegar lögreglan var í útkalli nálægt einum staðnum sem þau voru að brjótast inn í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×