Erlent

Tyrkir felldu 20 kúrda

Tyrkneski herinn felldi tuttugu skæruliða kúrda í umfangsmiklum hernaðaraðgerðum í austanverðu landinu í dag, langt frá landamærunum við Írak.

Átta þúsund hermenn tóku þátt í aðgerðunum. Um eitt hundrað þúsund tyrkneskir hermenn eru við landamærin við Írak, þar sem spenna magnast dag frá degi. Herinn sendi enn fleiri þungavopn að landamærunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×