Erlent

SAS hættir notkun á Dash-vélum

Stjórn SAS flugfélagsins hefur ákveðið að hætta alfarið allri notkun á Dash 8/Q400 vélum í sinni eigu. Þessi ákvörðun var kynnt á fréttamannafundi SAS sem var að ljúka í þessu.

„Traust á Q400 vélunum hefur minnkað verlulega og viðskiptavinir okkar treysta sér ekki til að fljúga með þessari tegund af flugvélum. Því hef ég, með samþykki stjórnar félagsins, ákveðið að fjarlægja allar Dash 8/Q400 vélar úr þjónustu félagsins," segir Mats Jansson forstjóri SAS.

Árið 2000 varð SAS fyrsta flugfélagið til að taka Dash 8/Q400 vélar í þjónustu sína og hafa þessar vélar síðan flutt um 5% af farþegafjölda félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×